KARFA

05.12.2010 23:37:58 / fram-karfa

Einfalt og gott með Fram

Erum hættir að "blogga" hér og gerum það eingöngu á fésinu. Fram síðan verður samt engu að síður opin vegna ýmissa nytsamlegra upplýsinga á síðunni, t.d mynd af búningunum, riðill og tímasetningar á leikjum.

Kv Villa

» 0 hafa sagt sína skoðun

29.11.2010 22:13:59 / fram-karfa

Akstur á Höfn

Er einhver áhugi að reyna redda 9 manna bíl og fara allir þar af leiðandi saman á bíl?
Gegn gjaldi auðvitað ca 4 þús með bensíni á haus. Commentið PLÍS

Kv Villa(ft) 

» 1 hafa sagt sína skoðun

29.11.2010 17:00:34 / fram-karfa

Leikur á laugardaginn á Höfn í Hornafirði

Allir að melda sig í leikinn sem sjá sér fært að mæta! leikurinn byrjar kl 16:00 og verðum við að leggja mjög snemma af stað!
Kv, Stóri maðurinn

» 0 hafa sagt sína skoðun

16.11.2010 09:36:51 / fram-karfa

Leikur á Hellu á Morgun!

"Jæja drengir, næsti leikur er á morgun á Hellu. Hann hefst klukkan 20:00 svo það er mæting kl 17:30 á Olís við Rauðavatn. Við erum töluvert fleiri en 12 sem höfum verið að mæta nýlega svo að menn þurfa að melda sig sem fyrst hvort þeir komist eða ekki. Commentið hérna fyrir neðan hvort þið komist eða ekki." (Heimild: Heimir, Facebook 2010 )

"Áfram Fram" (H, FB)


» 2 hafa sagt sína skoðun

09.11.2010 16:37:48 / fram-karfa

MUNIÐ LEIKINN UM HELGINA!!!

Sælir drengir,

Ég flýg til Köben í fyrramálið og verð fram á næsta mánudag þannig að ég verð ekki með um helgina gegn KV.
KV eru að koma heldur betur sterkir til leiks og það verður erfitt að takast á við þá.
Vona að þið rústið þessu og í guðanna bænum sleppið djamminu og Metro!

Styð ykkur í huganum á meðan ég skvetti í mig einum ísköldum.

Kv, Halli stóri

» 1 hafa sagt sína skoðun

23.10.2010 16:12:43 / fram-karfa

Bikarleikur

Leikur í bikarnum á móti Patrek er sunnudaginn 31.okt kl: 12:30 í Hagaskóla!!!

» 1 hafa sagt sína skoðun

19.10.2010 17:47:42 / fram-karfa

Fékk þetta frá KKÍ

Sælir félagar,

 

 Í dag var dregið í forkeppni og 32-liða úrslit Poweradebikars karla.

 

Forkeppnin verður 23. okt til 2. nóv og 32 liða úrslitin 5.-8. nóv.

 

Vinsamlega komið með óskir um leiktíma fyrir kl. 12.00 á morgun en eftir það hefst vinna við að raða.

 

Forkeppni: 2.deildar lið og B-lið - Leikdagar: 23. okt.-2. nóv.
6 viðureignir
Álftanes - Víkingur Ólafsvík
Grindavík b - Tindastóll b
Valur b - KR b
Patrekur - Fram
Fjölnir b - Njarðvík b
ÍBV - Stál-úlfur

32-liða úrslit Poweradebikarsins - Leikdagar: 5.-8. nóv.
Grindavík b/Tindastóll b - KFÍ
Höttur - KR
Þór Ak. - Grindavík
ÍBV/Stál-úlfur - Haukar
Hekla - Ármann
Valur b/KR b - Fjölnir
ÍG - Skallagrímur
Stjarnan - Njarðvík
Laugdælir - Leiknir
Stjarnan b - Fjölnir b/Njarðvík b
Patrekur/Fram - Keflavík
Þór Þ. - FSu
Álftanes/Víkingur Ó. - Snæfell
Reynir S - Hamar
Breiðablik - Tindastóll
Valur - ÍR


» 1 hafa sagt sína skoðun

10.10.2010 00:30:34 / fram-karfa

Jæja, þeir sem mættu í leikinn á móti Reyni !

Þið eruð í hóp á miðvikudaginn þegar við förum austur fyrir fjall, yfir heiði, niður kamba, framhjá hrossum og öðrum dýrum.

Leikurinn byrjar á slaginu 20:30 um kvöldið þannig að best væri að hittast kl: 17:30 á Olís Norðlingaholti (v/ Vesturlandsveg). Ég (Halli) verð á bíl þannig að ég get tekið fjóra grindhoraða.

Held að Stjáni ætli að vera á bíl þannig að þá vantar einn í viðbót.

Auðvitað sýnum við samstöðu og borgum allir í bensín ;)

Margir eru að velta fyrir sér hvað við eigum mikið af aur í sjóðnum okkar, og hvort hann dugi fyrir bensíni og fleiru. Ég set þetta upp fyrir ykkur hérna svo þið vitið hvernig staðan er.

Dómarakostnaðinn sá ég fyrst núna í dag eftir leikinn og rukkar hver dómari 5850kr, sem gerir 11.700 kall og það sinnum 8 (heimaleikirnir okkar) gerir 93.600kr.

Það getur verið að við þurfum að borga heimaleikina okkar þ.e.a.s notkun á íþróttahúsi sem hljóðar uppá 46.500 að mig minnir.
KKÍ er að rukka 50 þús fyrir tímabilið og búningarnir kostuðu 66.000.

Allt kostar þetta pening og í heildina er þetta komið uppí 256.100 kr.
Ég er alltaf að vonast eftir að fá styrki sem fyrst, auglýsingar á búningana. Hrannar er með í sigtinu 40þús króna styrk frá Nings og Árni Long er að skoða styrk frá Ölgerðinni

Núna eru að mig minnir 13 búnir að borga. Sem gerir 195.000 kall.
Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að hafa þetta. Þurfum að setjast niður með þessar tölur að leiðarljósi og komast að niðurstöðu. Annars minni ég enn og aftur á að borga, þannig veit ég hverjir ætla að vera með í vetur. Annars verðum við að hafa pínu aukagjald eftir áramót.

Spjöllum um þetta síðar drengir og gerið ykkur undirbúna fyrir erfiðan leik á móti nýföllnum Hrunamönnum sem rétt töpuðu í framlengingu á móti Reyni S í síðasta leik.


» 0 hafa sagt sína skoðun

05.10.2010 14:27:51 / fram-karfa

Þeir sem eiga eftir að borga 15 þús!!!

Vinsamlegast leggið inná

Reikning: 537-14-404597 Kennitala: 2804862139

Þið eruð nýbúnir að fá útborgað! Engar afsakanir!

Nokkrir sem eru búnir að borga inná en vantar restina.

Ég nenni ekki að vera alltaf að hamra á þessu!

Þið hinir sem eruð búnir að borga fáið reikning mjög sennilega á miðvikudaginn sem þið getið farið með í stéttarfélagið.

» 4 hafa sagt sína skoðun

05.10.2010 07:43:59 / fram-karfa

Sorglegt 12 stiga tap fyrir Álftanes

Lokastaðan (71-59) gaf alls ekki rétta mynd af þessum leik þar sem við vorum inní leiknum allan tímann. Komumst t.d. yfir í 4.leikhluta.
Álftanes eiga að vera með eitt sterkasta liðið í deildinni í ár, þannig að við ættum ekkert að vera að svekkja okkur yfir þessu. Við erum bara búnir að vera lið í tæpan mánuð á meðan flest öll liðin í þessu móti eru búnir að vera að spila saman í fleiri ár.
Þennan leik notum við til að byggja á fyrir næstu leiki.
Það sem vantaði í þessum leik var barátta í vörninni, vorum að klappa á þeim eins og ungabörnum sem þurfa að ropa eftir brjóstagjöf.

MASSA ÞETTA!!!
 

» 0 hafa sagt sína skoðun

30.09.2010 18:38:16 / fram-karfa

Félagaskipti

Getið fylgst með félagaskipta - glugganum á þessum link.

Nú eru 11 skráðir í Fram

http://kki.is/skjol/felagaskipti2010-2011.pdf

» 1 hafa sagt sína skoðun

30.09.2010 16:14:45 / fram-karfa

Ef menn hafa áhuga!

Það er leikur á milli HK og KV næsta
laugardag kl: 14:00 í Fagralundi.
Ef einhverjir vilja kíkja á þennan leik, þar sem við munum koma til með að spila á móti þessum liðum í vetur.

» 0 hafa sagt sína skoðun

27.09.2010 20:12:13 / fram-karfa

NÝR ÆFINGARTÍMI Á MIÐVIKUDÖGUM

ÆFINGAR Á MIÐVIKUDÖGUM
KL 22:00 Í ÁLFTAMÝRARSKÓLA

» 2 hafa sagt sína skoðun

25.09.2010 16:47:31 / fram-karfa

Hverjir komast mánud 4.okt kl19:45 í fyrsta leikinn???

Allir að kommenta sem komast

» 18 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2
Heimsóknir
Í dag:  1  Alls: 8366
Körfuboltasíður
STAÐAN Í DEILDUNUM
Talning
Niðurtalningu lokið!
Fyrir 1473 dögum
FRAM VS KV
Klukkan
Dagsetning
26. nóvember 2014